Úr fylgsnum fortíðar

 Guðmundur Pálsson

 Fæddur 9. ágúst 1836 á Ánabrekku í Borgarhreppi.  Foreldrar hans voru Páll prestur á Borg f. 11. apríl 1778 d. 23. júlí 1846 Guðmundsson hegningarhúsráðsmanns Vigfússonar og kona hans Helga f. 22. desember 1793 d. 28. júlí 1876 Guðmundsdóttir prests á Stað í Hrútafirði Eiríkssonar.  Sýsluskrifari í Ísafjarðarsýslu og síðan skrifari hjá Páli amtmanni Melsteð.  Fór utan 1859 og tók undirbúningspróf við Kaupmannahafnarháskóla, kom síðan aftur til Íslands og gerðist skrifari fyrst hjá Pétri amtmanni Havstein og síðan hjá Bergi amtmanni Thorberg.  Fór aftur utan til náms 1873.  Examen juris frá Kaupmannahafnarháskóla 14. júní 1875 með I. einkunn, 62 stig.  Settur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn frá 13. febrúar 1876 til 27. september 1878 en starfaði jafnframt á skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu.  Settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 3. júní 1878 frá 6.  s. m. til 1. september s. á.  Settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 27. september.  Skipaður þar 6. nóvember s. á.  Guðmundur bjó í Arnarholti og andaðist þar 2. júlí 1886.

Kona hans var Björg, fædd 3. júní 1823 dáin 1. febrúar 1887 Pálsdóttir amtmanns Melsted og fyrri konu hans Önnu Sigríðar Stefánsdóttur amtmanns Þórarinssonar.

Heimildir:
Fréttir frá Íslandi 1886, 42;  Ísafold 7. júlí 1886.

Þessar upplýsingar um Guðmund eru fengnar úr Lögfræðingatali 1736-1950 eftir Agnar Kl. Jónsson, Rvík 1950.   Sögufélag gaf út.

 

Sigurður Þórðarson

Fæddur 24. desember 1856 á Litla-Hrauni í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Þórður kammerráð og sýslumaður Guðmundsson og kona hans Jóhanna Andrea Larsdóttir kaupmanns í Reykjavík Knudsens. Stúdent frá lærða skólanum í Reykjavík 1876 með II. einkunn, 76 stig.  Cand juris frá Kaupmannahafnarháskóla 15. júní 1885 með II. einkunn, 63 stig.  Settur af landshöfðingja málaflutn- ingsmaður við landsyfirréttinn 6. febr. 1886 og af ráðgjafa 11. ágúst sama ár. Settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum 6. júlí 1886 og skipaður sýslumaður þar 15. apríl 1887.  Hann bjó í Arnarholti. Fékk lausn 27. júlí 1914, fluttist þá til Reykjavíkur og fékkst síðan í nokkur ár við málflutning þar. Skipaður í Merkjadóm Reykjavíkur 19. desember 1919. Lögfræðilegur ráðunautur í Landsbanka Íslands 1920-29.

Heiðursmerki:
Riddari Dannebrogsorðunnar 21. júlí 1911.

Ritstörf:
Löggæsla, Rvík 1916; Um hæstarétt, Rvík 1921; Jón Jensson, æfiminning í Andvara LI 1926, 5; Nýi sáttmáli, Rvík 1925, 2. útg. 1926; Eftirmáli, Rvík 1926; Ísland fullvalda ríki, Iðunn nýr fl. XI, Rvík 1927, 93; Jón Sigurðsson og Þingvallafundurinn 1873, Vaka III, 1928-9, 81.

Sigurður andaðist í Reykjavík 16. október 1932.

Heimildir:
Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn I-II, Rvík 1944; Bjarni Jónsson frá Unnarholti: Íslenskir Hafnarstúdentar, Akureyri 1949; Morgunblaðið 26. október 1932; Bogi Benediktsson: Sýslumanna- æfir I-IV, Rvík 1881-1915, og V, Rvík 1930-1932; Vísir 29. október 1932.

Þessar upplýsingar um Sigurð eru fengnar úr Lögfræðingatali 1736-1950 eftir Agnar Kl. Jónsson, Rvík 1950.   Sögufélag gaf út.

 


Site Map | Printable View | © 2008 - 2020 Tölvar ehf | Powered by mojoPortal | XHTML 1.0 | CSS | Design by styleshout